• Höldur á Caddy verkefnatöskuna frá COCOKNITS eru úr leðri og auðvelt að festa á þar til gerð göt. Ekkert mál að fjarlægja ef taskan er þvegin.  
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2017) Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 567 g | Mál: 220 x 281 x 15 mm
    Julie Weisenberger hefur að baki 30 ára reynslu í prjónhönnun og prjónkennslu og þetta er hennar fyrsta bók: Cocoknits Sweater Workshop sem inniheldur átta peysuuppskriftir. Hún leggur áherslu á einfaldar peysur prjónaðar ofan frá án sauma.
    Bókin er ekki bara uppskriftabók, heldur er aðferðafræði hennar the Cocoknits Method – prjónakerfi þar sem þú fylgist með framganginum í prjóninu og fyllir út vinnublað á auðveldan og aðgengilegan hátt. Ólíkt flestum hefðbundnum peysuuppskriftum sem ger flöt stykki, þá er hér gert ráð fyrir þrívíðu peysuformi sem lagar sig að efri hluta líkamans og passar vel. Allar peysurnar eru prjónaðar frá hálsmáli. Um leið og lokið er við hálsmálið og axlarstykkið er leikur einn að prjóna það sem eftir er af peysunni. Það er augljós kostur við að prjóna ofan frá; hægt er að máta peysuna til að ákvarða sídd á ermum og bol. Bókin inniheldur einnig leiðbeiningar um hvernig á að velja gott snið miðað við þína líkamsstærð eða lögun m.t.t.  litavals eða litasamsetningar, útprjóni (upphleyptar lykkjur), faldar og sídd og fleira sem skiptir máli. Hægt er að kaupa vinnuhefti fyrir þessa bók og prjónakerfi.
     
  • Höfundur: Julie Weisenberger
    Útgefandi: Cocoknits (2021) Mjúkspjalda | 28 bls. Tungumál: Enska
    Þyngd: 200 g | Mál: 220 x 280 x 10 mm
    SWEATER WORKSHEET JOURNAL COCOKNITS Sweater Worksheet er hluti af prjónakerfi frá Cocoknit (samheiti yfir svona aðferðir er tengiaðferð) til að prjóna peysu ofan frá, aðsniðna yfir axlir, án sauma eða í einu stykki. Vinnubókin er fyrir þá/þær sem hafa tileinkað sér Cocoknits aðferðina. Prjónari fyllir inn upplýsingar um peysuprjónið, lykkjufjölda, umferðir, cm o.fl. og getur svo í framhaldinu notað þær upplýsingar til að prjóna fleiri peysur í sömu stærð. Vinnubókin inniheldur 24 vinnublöð og grunnupplýsigar um hvernig þau eru notuð.
Go to Top