8.995kr.

Það getur verið erfitt að koma skipulagi á hringprjónana. Þeir flækjast auðveldlega og það getur tekið langan tíma að finna rétta prjóninn. Prjónahengið er svarið! Hver göng geta geymt marga prjóna í mismunandi lengdum.  Böndin efst er hægt að nota til að hengja prjónahengið upp; á herðatré, á fataslá eða á hurð. Það getur verið sniðugt að hnýta böndin utan um prik eða t.d. langan prjón og hengja upp á snaga eða nagla. Neðst er vasi með rennilás til að geyma smáhluti. Tuttugu göng eru merkt með prjónastærðum og ein eru auka án merkingar.

Göngin eru merkt í þessum prjónastærðir í mm: 1,5, 1,75, 2, 2,25, 2,5, 2,75, 3, 3,25, 3,5, 3,75, 4, 4,5, 5, 5,5, 6, 6,5, 7, 8, 9, 10, 12 mm.

Stærð

Lengd: 82,5 x breidd: 25,5 cm

Hannað fyrir skapandi einstaklinga.

Linen línan – Ytra byrðið og vasarnir eru úr líni (hör) og innra byrðið (röndótta) úr bómullarefni. Til að loka veskinu er þykk snúruteygja sem smeygt er utan um stóra kókostölu. Teygjan tryggir að hægt er að loka veskinu þó að það sé troðfullt af prjónum!

DELLA Q er bandarískt merki en vörurnar frá þeim eru framleiddar í Vietnam í fyrirtæki sem var stofnað til að styðja við konur og fjölskyldur þeirra. Í dag, eftir áralangt samstarf, er fyrirtækið enn starfandi með þar sem 6 konur sem eru allar fyrirvinnur sjá um framleiðsluna. Hjá Dellu Q fara saman gæði, góð hönnun, notagildi og samfélagsleg ábyrgð. Storkurinn hefur selt vörur frá Dellu Q í meira en áratug og mælum heilshugar með þeirra vörum.