HÖNNUN / UPPSKRIFT
Helga Thoroddsen
AÐFERÐ
Júlí er prjónuð úr fínbandi, mohair og silki og er einstaklega létt og mjúk, sannkölluð sumarpeysa. Peysan er prjónuð ofan frá og niður og er falleg yfir kjóla og við pils en einnig klassískar gallabuxur. Júlí er létt og þægileg með góða hreyfivídd í bolnum. Júlí innifelur margvíslega prjóntækni t.d. mislangar umferðir sem gera það að verkum að hún passar mjög vel yfir herðar og við hálsmál. Peysan er gefinn upp í 9 stærðum.
STÆRÐIR
• Yfirvídd – 88 (99) (108) (118) (129) (139) cm, hreyfivídd er 4 – 6 cm.
• Mjaðmaummál – 96 (106) (116) (126) (136) (146) cm, hreyfivídd er 8 – 10 cm.
• Handvegsbreidd (þetta mál er helmingurinn af upphaldleggsbreidd með hreyfivídd 2 cm) – 14 (15) (16) (17) (18) (19) cm.
• Sídd – handvegur að affellingu – 30 (32) (34) (36) (38) (40) cm.
• Bakbreidd (handvegur til handvegs) – 50 (56) (60) (68) (70) (74) cm
PRJÓNFESTA
Í sléttprjóni eftir þvott 25 L x 39 umf = 10 cm á 3 mm prjóna.
GARN
Leizu Fingering Simple frá Julie Asselin (fínband) eða annað band í sambærilegum grófleika.
• Litur A (dökkbleikt) -– 1 (1) (1) (2) (2) (2) (2) (3) (3) x 100 g – 438 (438) (438) (876) (876) (876) (876) (1314) (1314) m.
• Litur B – (ljósbleikt) – 1 (1) (1) (1) (1) (2) (2) (2) (2) x 100 g – 438 (438) (438) (438) (876) (876) (876) (876) (876) m.
• Litur C – (dökkgrátt) –1 (1) (1) (1) (1) (2) (2) (2) (2) x 100 g, 438 (438) (438) (438) (438) (876) (876) (876) (876) (876) m.
PRJÓNAR
Prjónastærðir # 3 og 3 ½ mm.