HÖNNUN / UPPSKRIFT
Helga Thoroddsen
AÐFERÐ
Júní er hlý og mjúk sumarpeysa sem innifelur margvíslega prjóntækni. Peysan er úr 100% ullarfínbandi sem gerir hana afar létta en jafnframt hlýja. Hún er prjónuð ofan frá og niður og auðvelt er að víkka og/eða síkka eftir óskum. Júní er einstaklega falleg yfir kjóla en nýtur sín líka vel með gallabuxum. Peysuna er hægt að prjóna með 2 litum eða fleirum og í uppskriftinni er ekki gefið upp nákvæmlega hvað margar umferðir á að prjóna á milli litaskipta. Litaval og litaskiptingar eru í höndum þess sem prjónar með þá reglu að gatasnar er notað til að skipta á milli randa í. Peysan er gefin upp í 9 stærðum.
STÆRÐIR
• Yfirvídd – 88 (99) (108) (118) (129) (139) cm, hreyfivídd er 4 – 6 cm.
• Mjaðmaummál – 96 (106) (116) (126) (136) (146) cm, hreyfivídd er 8 – 10 cm.
• Handvegsbreidd (þetta mál er helmingurinn af upphaldleggsbreidd með hreyfivídd 2 cm) – 14 (15) (16) (17) (18) (19) cm.
• Sídd – handvegur að affellingu – 30 (32) (34) (36) (38) (40) cm.
• Bakbreidd (handvegur til handvegs) – 50 (56) (60) (68) (70) (74) cm
PRJÓNFESTA
Í sléttprjóni eftir þvott 29 L x 39 umf = 10 cm á 3 mm prjóna.
GARN
Hedgehog Skinny Singles (fínband) eða annað band í sambærilegum grófleika.
• Litur A – 2 (2) (2) (3) (3) (3) (4) (4) (4) x 100 g – 732 (732) (732) (1098) (1098) (1098) (1464) (1464) (1464) m.
• Litur B – 1 (1) (1) (2) (2) (2) (3) (3) (3) x 100 g – 366 (366) (366) (732) (732) (732) (1098) (1098) (1098) m.
PRJÓNAR
Prjónastærðir # 3 og 3 ½ mm.