Notkun – aðferð
Hægt er að sauma mismunandi spor með flosnálinni. Aftursting með því að stinga nálinni í gegnum yfirborð efnisins og endurtaka eftir beinni eða sveigðri línu. Þá er hægt að fylla upp í flötinn með því að stinga niður þétt. Til að fá lykkjaða flosáferð er stungið í saumaflötinn frá röngu og ef óskað er eftir þéttu flosi er stungið þétt frá röngu og lykkjurnar klipptar upp í lokin. Um að gera að leika sér með þetta áhald og prófa og kanna möguleikana.
Hægt að nota mismunandi grófleika af garni, en það þarf sérstaka nál fyrir hvern grófleika; allt frá einum þræði af árórugarni upp í fínband (4ply/fingering).
- Prófaðu á þeim hluta efnisins sem sést ekki áður en byrjað er.
- Götin sem myndast geta sést, fer eftir efninu sem notað er.
- Notið garn sem kemst auðveldlega í gegnum nálaraugað.