3.995kr.

Höfundur: Zoe Bateman

Útgefandi: Octopus Publishing Group (2020)

Mjúkspjalda | 160 bls.

Tungumál: Enska

Þyngd: 560 g | Mál: ‎188 x 244 x 16 mm

Þú vilt læra að hekla en einhverra hluta vegna endarðu með garnflækju og skilur ekkert í neinu. Þessi byrjendavæna bók byrjar á grunninum, útskýrir vel og vandlega staf fyrir staf allt sem maður þarf að læra til að geta heklað. Þú lærir að gera rennilykku, loftlykkju, auka út og taka úr, hekla í hring,  auk annara atriða sem skipta máli.

Um leið og þú ert búin/n að ná aðalatriðunum, eru í bókinni 15 auðveld verkefni, allt frá litríkum pottaleppa til heklaðs teppis.  Eftir því sem verkefnin verða flóknari nærðu betri æfingu og tökum á hekltækninni.

Þegar þú lýkur við bókina mundu geta heklað mismunandi verkefni eins og farsímaveski, leikfang, vegghengi  og húfu.  Gefðu þér tíma og lærðu nýja aðferð og njóttu þess að hekla eitthvað fallegt fyrir þig og þína..

Verkefni í bókinni:
– Dúskahúfa
– Körfur
– Púðar
– Leikfang
– Innkaupataska
– Ennisband
– Kaffibollahlíf
– Svefngríma

Uppselt

Go to Top