1.095kr.

Það er komin ný sending með nokkrum nýjum litum. Það mun taka okkur nokkra daga að setja þá inn í vefverslun.

  • Grófleiki: Léttband / DK / Double Knitting
  • Innihald: 100% superwash merínóull
  • Lengd/þyngd: 125m/50g
  • Prjónar: 3,5 – 4 mm
  • Prjónfesta: 22 lykkjur  og 30 umferðir = 10 x 10 cm
  • Þvottur: Ullarvagga 30°C

 

VOLARE garnið er framleitt fyrir Storkinn á Ítalíu. Það fæst í þremur grófleikum, fínbandi, léttbandi og grófbandi. Volare hefur verið eitt vinsælasta garnið hjá okkur um árabil og reynst mjög vel. Ástæðan er einföld, það er mjúkt viðkomu og hentar því fyrir þá allra viðkvæmustu. Garnið hefur  slétta áferð kemur því vel út í alls konar útprjóni, t.d. köðlum eða perluprjóni. Það er mikil fylling í garninu og því prjónast vel úr því og þess vegna kemur það líka vel úr í tvíbandaprjóni.  Þá má þvo það á ullarþvottakerfi, en gott að hafa í huga að leggja flíkina alltaf í rétt mál eftir að hún hefur verið undin.