HÖNNUN / UPPSKRIFT
Helga Thoroddsen
AÐFERÐ
Þessi peysa er einstaklega skemmtileg í prjóni, virkar flókin en er frekar einföld. Hún er hringprjónuð ofan frá og niður og með upphækkun á bakstykki. Mjög auðvelt er að hafa áhrif á vídd og sídd peysunnar bæði með að breyta prjónastærð og prjóna fleiri og/eða færri umferðir en uppskriftin segir til um. Þar sem peysan er prjónuð ofan frá og niður er auðvelt að máta jafnóðum og meta hversu mikið þarf að prjóna áður en ermar og bolur eru aðskilin. Peysan er án sauma og eini frágangurinn að loka götum í handvegi og fela enda. Frábær peysa bæði við buxur, kjóla og pils. Aukavídd er náð í bolinn með því að stækka prjónastærðir niður bolinn frá 3 ½ í 4 ½ mm.
STÆRÐIR
Mál (stærðir 1 – 8)
Sniðið á peysunni er frekar vítt og með góðri hreyfivídd (4 – 6 cm).
Sjá má sjá ítarlega máltöflu á heimasíðunni – prjon.is
PRJÓNFESTA
Í sléttprjóni (litir A og D saman -einn þráður af hvorum) eftir þvott 22 L x 28 umf = 10 cm á 3 ½ mm prjóna.
GARN
Í peysuna eru notaðir 6 litir. Móhár (mohair) bandið er notað tvöfalt í berustykkinu en í bolnum og ermum eru litir A og D notaðir saman, einn þráður af hvorum lit.
· Litur A – Lamana Merida – 5, (5) (6) (6) (7) (7) (8) (8) x 25 gr, 1000 (1000) (1200) (1200) (1400) (1400) (1600) (1600) m.
· Litur B – Lamana Merida – 1 x 25 gr – 300 m, allar stærðir.
· Litur C – Lamana Merida – 1 x 25 gr – 300 m, allar stærðir.
· Litur D – Lamana Premia – 3 (3) (4) (4) (4) (5) (5) (6) x 25 gr, 900, (900) (1200) (1200) (1200) (1500) (1500) (1800) m.
· Litur E – Lamana Premia – 1, (1), (1), (1), (2), (2), (2), (2) x 25 gr – 300 (600) m.
· Litur F – Lamana Premia – 1 x 25 gr – 300 m, allar stærðir.
Eða annað garn í sömu prjónfestu og grófleika
PRJÓNAR
Prjónastærðir – 3, 3 ½ , 4 og 4 ½ mm.