1.200kr.

Peysan HlÝJA er klassísk peysa eftir Helgu Thoroddsen. Notuð er tengiaðferð til að prjóna hálsmál, axlir og efri hluta erma. Allt prjónað, ekkert saumað saman. Peysur með þessu sniðu smellpassa og eru mjög klæðilegar.

Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. 

Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðin birtist einnig í tölvupóstinum sem þið fáið eftir kaupin.

Hægt er að hlaða uppskriftinni í tölvuna, spjaldtölvuna eða símann allt að fimm sinnum.

HÖNNUN / UPPSKRIFT                                    

Helga Thoroddsen

AÐFERР                

Þessi peysa er einstaklega létt, hlý og mjúk enda prjónuð úr garni frá CaMa Rose sem heitir Snefug/Snjókorn. Hún er fremur einföld og fljótleg í prjóni og auðvelt að aðlaga bæði sídd og vídd eftir óskum. Peysan er prjónuð í hring ofan frá og niður, með laskaermum, upphækkun á baki og aukavídd í bolnum sem fæst með að stækka prjónastærð. Munstrið er fremur breitt og er peysan þar af leiðandi gefin upp í fjórum stærðum. Bandið hefur mikla mýkt og teygjanleika og aðlagar prjónið sig vel að líkamanum. Þar sem garnið þolir margar prjónastærðir eða frá 4 – 7 mm þá er afar auðvelt að minnka og/eða stækka peysuna með því að breyta um prjónastærð.

STÆRÐIR    (án hreyfivíddar)

• Stærð 1 – lítil/miðstærð, (38-40) yfirvídd ca. 94 – 100 cm

• Stærð 2 – miðstærð/stór, (40-42) yfirvídd ca. 100 – 106 cm

• Stærð 3 – stór/mjög stór, (42-44) yfirvídd ca. 110 – 116 cm

• Stærð 4 – mjög stór, (44-48), yfirvídd ca. 118 – 120.

PRJÓNFESTA

14 L x 24 umferðir = 10×10 cm (sléttprjón á prjóna # 5 eftir þvott).

GARN

CaMaRose Snefug 55% alpaca/35% bómull/10% merinóull – Eða annað sambærilegt garn.

Litur A (grunnlitur) – 9 (10) (11) (12) x 50 gr – 990 (1100) (1210) (1320) m.
Litur B (munsturlitur) – 1 (1) (2) (2) x 50 gr – 110 (110) (220) (220) m.

PRJÓNAR

Hringprjónar # 5, 5 ½ , 6, 6 ½  og 7 mm.