HÖNNUN / UPPSKRIFT
Helga Thoroddsen
AÐFERÐ
Peysan Fold er klassísk hringprjónuð peysa sem er prjónuð ofan frá og niður. Til að fá bakstykkið hærra en framstykkið og sveigju í hálsmálið að framan eru prjónaðar nokkrar mislangar umferðir í axlastykkinu. Fyrst efst strax eftir uppfit og síðan fyrir neðan munstrið. Munstrið er stílhreint og auðvelt að breikka/mjókka axlastykkið með því að bæta inn og/eða sleppa ákveðnum umferðum (sjá munsturteikningu). Einnig er auðvelt að breikka axlastykkið með því að prjóna nokkrar einlitar umferðir fyrir neðan munstrið. Best er að máta oft til að vega og meta stæð og hvernig peysan passar. Peysan er án sauma og eini frágangurinn að loka götum í handvegi og fela enda. Aukavídd er náð í bolinn með því að auka út í hliðum og/eða einnig stækka prjónastærðir niður bolinn frá 3 ½ í 4 ½ mm. Peysan er gefin upp í 8 stærðum.
STÆRÐIR
Peysan er gefin upp í stærðum 1 – 8. Sjá máltöflu til viðmiðunar.
PRJÓNFESTA (berustykki)
Í sléttprjóni eftir þvott (1 þráður af hvorri bandtegund) 24 L x 28 umf = 10 cm á 4 ½ mm prjóna.
GARN
Í peysuna eru notaðir 2 litir Lamana Milano 100% ull og Lamana Premia silkimohair. Prjónað er með 1 þræði af Lamana Merida og 1 þræði af Lamana Premia saman. Einnig má nota sambærilegt band í svipuðum grófleika. Ath bandþörf er til viðmiðunar en getur verið mismunandi.
• Lamana Milano – Litur A (grunnlitur) – 900 (1080) (1080) (1260) (1440) (1620) (1800) (1980) m.
• Lamana Premia – Litur A – (grunnlitur) – 900 (1200) (1200) (1200) (1500) (1500) (1800) (1800) m.
• Lamana Milano – Litur B – (munsturlitur) – 360 (360) (360) (540) (720) (720) (900) (900) m.
• Lamana Premia – Litur B – (munsturlitur) 300 (300) (300) (600) (600) (600) (900) (900) m.
PRJÓNAR
Prjónastærðir # 4 1/2 – 5 1/2 mm.