995kr.

Gatamynstrið í þessu barnateppi er klassískt og skemmtilegt í prjóni. Hver mynstureind er endurtekin það oft að flestir læra hana fljótt. Ef ekki þá er bæði hægt að fylgja mynsturteikningu og/eða vinnulýsingu í texta.

Hver mynstureining er 16 lykkjur og 10 umferðir og svo bætist við garðaprjónskantur allan hringinn. Það er auðvelt að stækka eða minnka teppið eftir óskum, bæta við eða fækka um heila mynstureind.

Volare DK garnið okkar er fullkomið í þetta verkefni.

Þessi uppskrift er seld rafrænt og þið fáið sendan svarpóst með krækju sem þið smellið á til að sækja uppskriftina. Ef þið skráið ykkur inn á storkurinn.is vefverslunina þá er hún líka þar.

Uppskriftin er bæði með skriflegri vinnulýsingu og mynsturteikningum og er á ÍSLENSKU.

Er á lager

Uppskrift og útfærsla

Guðrún Hannele

Stærð

75 x 75 cm

Garn

Volare DK frá Storkinum (50g/125m) eða sambærilegt garn.

6 x 50 g (ath. ef teppið er prjónað lausar þarf meira garn).

Prjónfesta

22 L og 18 umf = 10 cm með 4 mm prjónum í garðaprjóni.

23 L og 33 umf í mynsturprjóni.

Ef prjónfestan stenst ekki getur teppið orðið stærra eða minna.