0kr.
3 skipti frá 18-20
Þriðjudagur 17. október
Þriðjudagur 31. október
Þriðjudagur 7. nóvember
Í þetta sinn varð peysan SONJA eftir danska prjónhönnuðinn Mette Wendelboe Okkels fyrir valinu. Þið getið skoðað peysuna hér á Ravelry og hér á Petiteknit.
Peysan er prjónuð ofan frá aðallega í sléttprjóni, fyrst fram og til baka á meðan hálsmál og axlir eru mótaðar og svo í hring. Peysan er stílhrein og falleg og mun hafa mikið notagildi fyrir þá sem prjóna hana. Prjóntækni fyrir utan uppfit og útaukningar; lykkjur eru prjónaðar upp og styttar umferðir. Hæfilegur skammtur af nýrri tækni fyrir þá prjónara sem hafa ekki prjónað peysu áður ofan frá. Fyrir hina sem þekkja aðferðina þá er þetta tækifæri til að prjóna peysu í góðum félagsskap.
Það er hægt að nota alls konar garn, en Magna mælir með KAOS Organic Soft Merino og Brushed Alpaca Soft, einn þráður að hvoru (sjá prufur í kóngabláum lit á mynd). Ekkert mál að velja annað garn. Þar sem gert er ráð fyrir töluverðri hreyfivídd er best að velja garn sem er létt og lipurt.
Prjónfestan er 17 L = 10 cm og valmöguleikar af garni eru þó nokkrir.
Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana.
Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri.
Umsjón með samprjóninu hefur Magna Rún frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftina og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang.
Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur.
Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.
Uppselt