Skemmtileg blanda af bómull og jakuxaull. Garnið er lykkjað og mjúkt viðkomu, en ber sig vel. Frábært garn í heilsárspeysur. Garnið rafmagnast ekki og framleiðandinn segir það vera örverueyðandi (anti-microbial) sem þýðir að flíkin heldur sér vel og lengi án þvottar.
Softyak er gott í peysur á allan aldur, það er mun léttara en hefðbundið bómullargarn og þ.a.l. drjúgt. Útprjón eins og kaðlaprjón nýtur sín mjög vel í þessu garni. Litirnir eru allir með smá hreyfingu. Það hefur líka verið vinsælt að nota einn þráð af Kidsilk Haze með þessu garni og þá á mun grófari prjóna.