9.000kr.
Eitt skipti – miðvikudagur
2. apríl kl. 17:30 – 20
Ósýnilega affelling er gerð með grófri jafanál og verður nánast ósýnileg. Þessi aðferð er oftast notuð til að kallast á við ósýnilega uppfitjun eða faldfit (tubular cast on). Þetta er góð leið til að fella af á peysum, neðst á stroffi á bol og ermum þegar prjónað er ofan frá og/eða í hálsmáli m.a. vegna þess að hún er teygjanleg.
Þessi affelling er líka eftirsóknarverð vegna útlitsins, það kemur engin brún!
Hægt er að gera fleiri eða færri undirbúningsumferðir eftir því hvort óskað er eftir rúnnaðri brún (holrúmi) eða ekki.
Á námskeiðinu eru gerðar prufur í hringprjóni og flatprjóni.
Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
Takið með hringprjóna 3,5-4,5 mm (4 mm ef þið prjónið hvorki fast né laust) í 40 cm lengd fyrir hringprjónaða prufu og 60-80 cm fyrir flatprjónaða prufu.
Garn í prufuprjónið og jafanál með bognum oddi er innifalið!
Kennari: Guðrún Hannele
Er á lager