6.780kr.

Garnpakki – garn + uppskrift á íslensku í peysuna LILLI frá Novita.

Sæt peysa sem er prjónuð ofan frá með mynsturúrtöku á axlastykki.

Stærðir 94/104 (110/116) 122/128 (134/140) 146 cm.

Í garnpakkanum eru, auk uppskriftar á íslensku:

2 x 100g af grunnlitur  #010 beinhvítt

1 x 100g af mynsturlitur #502 rykbleikt

1 x mynsturlitur #068 sveppabrúnt.

Þetta garnmagn dugar í allar stærðir nema 146 cm, en þá þarf 3 x 100g af grunnlit.

Það er hægt að skipta um liti ef vill, þá kaupið þið garn í heila peysu og setjið í skilaboð að þið viljið LILLI uppskriftina með.

Prjónfesta er 21 L / 24 umf = 10 cm

Prjónar: Hringprjónar 40 og 60 cm í 3,5-4mm eftir prjónfestu, sokkaprjónar 3,5-4mm.

Uppskriftin er eingöngu fáanleg með garnkaupum og það má nota Novita 7 Veljestä Natur  eða 7 Veljestä garnið. Báðar tegundir passa fyrir þessa uppskrift og sama magn þarf í peysuna.

LILLI barnapeysu-uppskriftin er á ÍSLENSKU.

Upplýsingar um garnið:

  • Grófleiki:  Grófband / Aran / Worsted
  • Innihald:  70% ull, 30% Tencel
  • Lengd/þyngd:  100 g/200 m
  • Prjónar:  4 – 5 mm
  • Prjónfesta:  18 lykkjur og 26 umferðir = 10 x 10 cm
  • Þvottur:  Ullarþvottakerfi við 40°C

Aðeins 2 eftir á lager

7 Veljestä er vafalaust þekkasta garn sem framleitt hefur verið í Finnlandi og hefur verið mjög vinsælt á meðal prjónara þar. Garnið dregur nafn sitt af þekktri skáldsögu Aleksis Kivi sem kom fyrst út 1870. Sagan er löngu orðin hluti af þjóðarímynd Finna.

7 Veljestä Nature er ný kynslóð af garninu þar sem Tencel er notað til að létta og mýkja. Tencel er umhverfisvænt vefjarefni og niðurbrjótanlegt í náttúrunni. Innihaldið er 70% ull og 30% TENCEL ™ Lyocell -þræðir sem gefa garninu gljáa.

7 Bræður  Nature hentar í alls konar prjóna- og heklverkefni. Grófleikinn er þykkband / aran / worsted.

Ein 100g hnota dugar í fullorðinhúfu.

Garnið er framleitt í Finnlandi.