3.995kr.

  • Grófleiki: Smáband /sport
  • Innihald: 40% ull, 25% silki, 25% nælon, 10% mohair
  • Lengd/þyngd: 300m/100g
  • Prjónar: 3-4 mm
  • Prjónfesta: 23-26 lykkjur  = 10 cm
  • Þvottur: Handþvottur 30°C

ATH. Ef þið kaupið NORO Silk Garden Sock Solo garn í fylgir sokkauppskrift með FRÍTT. Veljið garnið, setjið í körfu og setjið í skilaboðagluggann hvaða uppskrift þið veljið með (fimm mismunandi í boði). Uppskriftin verður send í tölvupósti um leið og varan er afgreidd.

NORO Sokkauppskrift: FLOTLYKKJUR (prjónaðir frá sokklegg)

NORO Sokkauppskrift: HLYNUR (prjónaðir frá tá)

NORO Sokkauppskrift: LAUF (prjónaðir frá sokklegg)

NORO Sokkauppskrift: SNÚRA (prjónaðir frá sokklegg)

NORO Sokkauppskrift: STUÐLAR & GÖT (prjónaðir frá sokklegg)

NORO Silk Garden Sock er einlitt garn en með hreyfingu í litum og tvíd áferð. Þetta er áhugavert garn sem kemur vel út í peysuprjóni eða í fylgihluti, en er líka hugsað sem sokkagarn vegna styrkingarinnar. Hægt að nota það eitt og sér eða leggja með öðru garni eins og silki/mohári. Silk Garden Sock hefur líka verið vinsælt hjá heklurum vegna léttleikans og þess að það klofnar ekki auðveldlega í hekli og prjóni.

Þetta er garnið sem Petiteknit notar í Terazzo peysuna.

Hinn japanski Eisaku Noro er sjálfsagt þekktastur fyrir að vera frumkvöðull í framleiðslu á litríku, kaflalituðu garni. Hann er stofnandi NORO og hefur  frá byrjun haft sérstaka sýn á garn og ullarvinnslu. Vinnsla sem undirstrikar náttúrulega eiginleika ullarinnar er leiðarljós NORO. Þess vegna vill Eisaku Noro leyfa þessum eiginleikum að njóta sín sem best í garninu frá Noro. Í framleiðslunni eru mislangar og þykkar trefjar/lyppur notaðar í bland til að fá náttúrulega áferð og halda í eiginleika ullarinnar. Þá er spunnið í vélum og höndum á víxl til að ofvinna ekki garnið. Óhreinindi úr ullinni eru fjarlægð varlega með höndum, án kemískra efna. Gott fyrir ullina og fyrir umhverfið.

Ullin kemur m.a. frá ullarbændum í Ástralíu, Suður-Afríku og Falklandseyjum sem stunda vistvænan búskap.

Eisaku Noro hannar ekki bara garnið heldur heimsækir ullarbændur og fylgir framleiðslunni eftir til að tryggja gæði og að markmiðum umhverfisverndar sé náð.