4.495kr.

  • Grófleiki: Smáband /sport
  • Innihald: 100% kasmírull
  • Lengd/þyngd: 150m/50g
  • Prjónar: 3,5-4,5 mm
  • Prjónfesta: 23-26 lykkjur  = 10 cm
  • Þvottur: Handþvottur 30°C

ECO CASHMERE garnið er mjúkt og létt. Það er framleitt á sjálfbæran hátt á Ítalíu fyrir finnsk/ítalska fyrirtækið Nordic Yarn. Mýkt kasmírullarinnar er vel þekkt en það kemur á óvart hve gott er að prjóna út því og hve létt það er (og drjúgt).

Í framleiðslunni næst að minnka vatnsnotkun um 74%, orkunotkun um 66% og minnka koltvísýringsmengun 78% eða 5 sinnum minni áhrif á umhverfið en í framleiðslu á sambærilegu garni.

Í garnið er notuð 100% ítölsk kasmírull, þar af 50% endurunnin og 50% nýull og framleiðslan er kolefnisjöfnuð og unnin í sátt við umhverfið eins og fram hefur komið.

Þrátt fyrir léttleikann og mýktina hefur þessi kasmírull ekki tilhneigingu til að hnökra. Peysan eða fylgihlutirnir líta jafn vel út eftir heilan vetur af notkun.  Gott að prjóna, gott að vera í og lítur vel út!

Garn fyrir þá sem vilja það besta fyrir sig og sína. Vinsælt í húfur, trefla og sjöl og annað sem á að vera næst hálsinum. Þá er þetta auðvitað frábært í peysur og fleira á litlu krílin.