UM LYKKE PRJÓNANA:
Lykke er norska og þýðir hamingja og framleiðandinn telur að þetta prjónasett muni gera ykkur hamingjusöm!
Prjónarnir eru framleiddir úr sléttum, hörðum bambusvið með fallega áferð. Endarnir eru með skrúfgangi úr grænlituðum málmi og þar er stærð hvers prjóns grafin (ekki prentuð) þannig að hún helst og hverfur ekki. Snúrurnar eru sveigjanlegar og liprar.
Prjónaoddasettið inniheldur 12 prjónaoddapör (sjá stærðirnar hér fyrir ofan), og utan um þá er grænt veski með fallegu körfumynstri til að geyma þá og alla fylgihlutina. Veskinu er lokað með segulsmellu. Í stærri vasanum eru 5 snúrur (2 x 60 cm, 2 x 80 cm og 1 x 100 cm), 4 pinnar til að herða og losa, 2 snúrutengi til að tengja saman snúrur og lengja eða tengja í hring til að geyma lykkjur og 8 prjónatappar til að skrúfa á snúruendana.
Athugið: Lykke vörurnar eru framleiddar með líftíma ábyrgð gegn göllum. Ef það koma upp vandamál má hafa samband við framleiðendur á síðunni www.lykkecrafts.com og fylla út einfalt eyðublað. Nýr hlutur verður sendur án vandræða.
Lykke vörur eru framleiddar í Kathmandu, Nepal. Fyrirtækið styður með stolti efnahagsvöxt og þróum í Nepal. Framleiðendur láta gott af sér leiða í nærsamfélagi Lykke í gegnum starfsmenn fyrirtækisins í Nepal, börn þeirra og fjölskyldur.