5.995kr.

Vettlingapakki MF-3

Þessar pakkningar innihalda vettlingauppskrift með mynsturteikningu og ullargarni. Vettlingamynstrin eiga rætur að rekja til ýmissa svæða í Lettlandi.

Hvert vettlingapar hefur sína sögu og sína merkingu. Í Lettlandi hafa vettlingar verið aðalgjafirnar um aldaskeið. Nú til dags eru þeir, í öllum sínum litríku útgáfum, enn mikilvægur hluti af vetrarklæðnaði fólks.

Allar pakkningarnar innihalda 100% nýull frá bóndabæ í eigu fjölskyldu sem vinnur ullina sjálf fyrir spunann. Allt er handgert, þ.m.t. kassinn.

Í Knit Like a Latvian pakkningunni er:

  • litprentuð mynsturteikning
  • 100% ull í litum sem duga í vettlingapar í stærð M/L
  • vettlingauppskrift

Ráðlagðir prjónar: 1,5mm – 3 mm – prjónarnir fylgja ekki með.

Við mælum með handþvotti í ylvolgu vatni og leggja vettlingana til þerris.

 

Uppselt