Original price was: 4.595kr..Current price is: 3.676kr..

20% Off

LAINE SAUTJÁN

Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku.

Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.

Aðeins 3 eftir á lager

LAINE #17

Innihald:
– 11 prjónauppskriftir (bæði teikningar og texti í uppskriftum): 4 peysur, 3 jakkapeysur, 1 toppur, 2 sjöl og 1 sokkapar.
– Viðtal við franska hönnuðinn Cinthia Vallet, sem er þekkt fyrir dásamleg prjónuð dýr. Cinthia talar um hönnunarferlið og ánægjuna af að gera fólki kleyft að prjóna leikföng.
– Grein um ástralskan sauðfjárbónda sem á hjörð af finnsku fé (Finnsheep) 15.000 kílómetra frá heimalandi þeirra.
– Pistill Jeanette Sloan: Fibre Talk. Reglulegur pistill þar sem hún spjallar við áhugavert fólk. Í þessu tölublaði hittir hún par sem vinnur við skapandi hekl inspíraerað af Māori arfleifðinni.
– Fimm aðferðir eftir Päivi Kankaro pistlahöfund Laine. Í þessu tölublaði gefur Päivi góð ráð um hvernig þú getur byrjað að gera þínar eigin prjónauppskriftir!
– Hvar prjóna ég: Fastur pistill þar sem fólk er ljósmyndað á þeirra uppáhaldsstað til að prjóna.Núna hittum við finnskan prjónara sem finnst gaman að prjóna úti í náttúrunni.
– Árstíðarbundnar mataruppskriftir: tomato confit, lemon fizz mocktail & almond pavlovas.
– Prjónabókadómar.