4.495kr.

LAINE SEXTÁN

Finnskt tímarit með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku.

Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.

Uppselt

Vöruflokkar: ,

LAINE #16

148 bls. – 11 uppskriftir – 5 peysur, 2 jakkapeysur, 2 sjöl, 1 vesti, 1 sokkapar.

Laine 16 (vetur 2023) færir þér götur Helsinki borgar, uppáhaldsborg margra, höfuðborg Finnlands.  Bókabúð og plötubúð er heimsótt, kaffihus og fullkominn rólegheita laugardagur. Að mati Laine teymisins gæti þetta verið besta tímaritið til þessa!

Hönnuðir sem taka þátt að þessu sinni eru: Fiona Alice, Rachel Brockman, Dee Hardwicke, Thien-Kieu Lam, Lotta H Löthgren, Rosa Pomar, Yan Qian, Eri Shimizu, Anna Strandberg og Orlane Sucche.

  • Viðtal við Elaine Tom – hún segir frá hvernig hún varð prufuprjónari fyrir margar prjónhönnuði, prjónar um 40 peysur á ári!
  • Grein um Craft Museum of Finland þar sem varðveitt eru menningarvrðmæti sem veita hönnuður nútímas innblástur.
  • NÝTT! Jeanette Sloan Talks Fibre – er greinaflokkur þar sem Jeanette talar við áhugavert fólk. Í þessu tölublaði hittir hún Lorraine Amagove Mugere, prjónhönnuð frá Kenía.
  • NÝTT! Fimm leiðir eftir fastan pistlahöfund Päivi Kankaro. Í þessu tölublaði kannar Päivi hvernig hægt að hald lífinu lengur í uppáhalds prjónaflíkinni þinni með því að hugsa vel um þær frá byrjun.
  • NÝTT! Hvar prjóna ég? – Pistill um uppáhalds staði til að prjóna. Að þessu sinni er talað við prjónara frá Indónesía.
  • Mataruppskriftir veturinn.
  • Prjónabókadómar.

Hér má sjá myndband um LAINE MAGAZIE 16