3.995kr.
Höfundur: Ieva Ozolina
Útgefandi: David & Charles (2018)
Mjúkspjalda | 128 bls.
Tungumál: Enska
Þyngd: 499 g | Mál: 210 x 273 x 12,7 mm
Fimmtíu uppskriftir af vettlingum, handstúkum og grifflum í anda letttneskrar prjónahefðar. Lettland er þekkt fyrir falleg prjónamynstur og vettlingahefð. Erfiðleikastigið er allt frá einföldu til flókins.
Handprjónaðir vettlingar hafa alltaf gegnt mikilvægu hlutverki í menningasögu Lettlands. Þar læra stelpur að prjóna ungar og það er hefð fyrir því að tilvonandi brúður prjóni vettlinga og gefi gestum á brúðkaupsdaginn.
Þessi bók endurspeglar þessa fallegu hefð og sýnir að vettlingarnir eiga jafn vel við í dag og áður fyrr.
Hér má sjá myndir úr bókinni: Knit Like a Latvian
Uppselt