3.995kr.

Búðu til þína eigin mynd með útsaumshring. Skemmtilegt að sauma, einfalt að setja upp. Allt fylgir með!

LJÓN er silkiprentað mynstur á bómullarefni og notuð eru grunnspor í útsaumi.

Öll útsaumsmynstur frá Kiriki eru handþrykkt með björtum, vatnsbaseruðum litum á efni. Það er því ekki þörf á að yfirfæra mynstur á efni.

Innihald:

  • Silkiprentað hörefni (lín)
  • Útsaumshringur Ø 20 cm
  • Útsaumsnál nr. 3
  • Útsaumsgarn frá DMC; árórugarn
  • Góð vinnulýsing með texta og myndum
  • Litmynd af útsaumuðu ljóni
  • Áprentaðar umbúðir; upplagt sem gjöf!

Mælt með fyrir 8 ára og eldri. Æskilegt að fullorðnir aðstoði við verkið.

Þetta er pakkning með efni til að sauma sjálf/ur sína eigin hringmynd af ljóni. Allt sem þarf fylgir með. Tilbúin mynd er 20 cm í þvermál.

Aðeins 1 eftir á lager

KIRIKI PRESS ÚTSAUMUR

Kiriki Press er lítið fyrirtæki frá Kanada sem leggur áherslu á útsaum fyrir börn og fullorðna, byrjendur og lengra komna. Saumað er út í silkiþrykkt bómullar- eða hörefni. Vinnulýsingarnar eru mjög góðar, útskýrðar í máli og myndum.

Útsaumssporin sem eru notuð eru mörg hefðbundin, en efnið sem saumað er út í er það ekki. Markmiðið hjá Kiriki er að gera útsauminn skemmtilegri, aðgengilegri og þægilegri.

Mynstrin eru á mismunandi erfiðleikastigum, fyrir allt frá byrjendum til þeirra sem vilja meira krefjandi útsaum.

Hér er hægt að hlaða niður bók með verklýsingum á öllum útsaumssporunum frá KIRIKI.