15.595kr.

Púðinn er saumaður á ámálaðan stramma með ullargarni. Nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið sem notað er (líkist hálfu krosssaumsspori).

Hönnuður: Magie Hollingworth

Stærð: 42 cm x 29 cm

Þéttleiki: 48 spor / 10 cm.

Uppselt

EHRMAN útsaumspakkar

Ehrman eru þekkt fyrir fallega hönnun á útsaumi, bæði hefðbundnum og nútímalegum. Margir hönnuðir vinna fyrir þau, hver með sinn einstaka stíl. Fremstur á meðal jafningja í hönnunarteyminu er eflaust Kaffe Fassett.

Um útsaumspakkana

Myndirnar eru saumaðar á ámálaðan stramma, nál fylgir og leiðbeiningar um hvernig á að sauma körfusporið sem er notað. Útsaumsgarnið er úr 100% ull.  Þéttleikinn á sporunum er mismunandi eftir púðum. Við hvern púða kemur fram hver hönnuðurinn er, stærð á tilbúnum púða, þéttleikinn á sporunum.

Oftast er saumað með einföldu ullargarni, en í einhverjum tilfellum er notað tvöfalt garn þegar stramminn er grófari. Þá eru færri spor á 10 cm. Kaffe Fassett heldur t.d. upp á grófari púðana því þá gengur hraðar að sauma þá.

Ullargarnið sem fylgir er sett saman í knippi, oft ólíkir litir saman svo auðveldara sé að greina á milli lita. Þess er gætt að reikna vandlega út hve mikið garn fer í hvern púða svo nægilegt magn af garni fylgi. Á það skal bent að garnmagnið sem fylgir gerir ráð fyrir að saumað sé eftir meðfylgjandi leiðbeiningum.