3.295kr.

  • Grófleiki: Þykkband / worsted / aran
  • Innihald: 100% merínóull
  • Lengd/þyngd: 250m/100g
  • Prjónar: 4 – 5 mm
  • Prjónfesta: 17 – 19 L og 24 – 26 umferðir = 10 x 10 cm
  • Handþvottur

Gilliatt er loftmikið og létt ullargarn unnið úr blöndu af ull af frönsku fé; hvítu Arles merínófé (frá Provence) og svörtu merínófé frá Portúgal. Fé á þessum svæðum er ræktað með gæði ullarinnar og velferð dýranna í forgangi.

Grófleikinn er heppilegur fyrir léttar ullarpeysur til inni- eða útivistar. Cyrano er grófari útgáfan af þessu garni.

Allt vinnsluferli garnsins fer fram í nálægð við ræktunarstaðinn. Þvottur í Frakklandi og Ítalíu og spuni og litun í Frakklandi. Lögð er áhersla á rekjanleika garnsins að lágmarka neikvæð áhrif á umhverfið.

Nokkrir litir verða til við blöndun á hvítum og brúnum tónum (salt, salt og pipar, hvítur pipar og pipar). Eiggnig er litapalettan falleg með djúpum tónum sem auðvelt er að raða saman í fallegar peysur eða annað sem ykkur langar til að prjóna.