3.695kr.

Umhverfisvæn lausn fyrir þá prjónara sem vilja halda garnhnotunum heilum án þess að þær flækist á meðan prjónað er og jafnvel ferðast með prjónaverkefnið á milli staða. Snilldin við þennan poka er, fyrir utan að leysa af hólmi alla plastpokana sem þjónuðu e.t.v. sama hlutverki, að smellurnar sem loka opinu mynda þrjú göt. Þannig er hægt að leiða einn þráð út um eitt gatið og annan t.d. silki/mohair garni sem vill flækjast út um annað op. Þá flækist garnið ekki. Allir sem hafa prjónað úr tvöföldu eða þreföldu garni þekkja það vandamál.

Efni: Náttúruleg pappírskvoða.

Stærð: Opið 15 cm á hæð x 15 cm á breidd x 15 cmá dýpt.

Rúmar eina stóra hnotu eða 2-3 litlar.

Lokast með smellum (engir rennilásar sem garnið getur flækst í), flatur botn og stendur upprétt á borði.

Er á lager