6.995kr.

Buddan er saumuð á stramma með krosssaumi með útsaumsgarni úr 100% ull. 

Það eru fylgja margir litir af útsaumsgarni með. Hönnuðurinn leggur til að þið veljið litina af handahófi þegar saumað er. Þá verður þetta óvissuferð, en kemur alltaf fallega út því litirnir passa allir vel saman.

Rennilás fylgir og liturinn á honum er mismunandi, en alltaf í stíl við garnið.

Innihald: Strammi, jafanál, útsaumsgarn úr ull, rennilás, leðursnúra, mynsturteikning, efni fyrir frágang og leiðbeiningar á dönsku.

Hönnuður: Søren Nielsen

Stærð: 15 cm x 22 cm

Þéttleiki: 44 spor / 10 cm.

Aðeins 2 eftir á lager

BALDYRE útsaumspakkar

BALDYRE er skapandi fyrirtæki stofnað 2020 af Søren Nielsen í Danmörku.

Søren hannar og framleiðir á útsaumspakka, sem hafa öðlast miklar vinsældir á meðal hannyrðafólks í Skandinavíu.

Það eru bæði hægt að sauma út púða og buddur. Stíllinn höfðar til margra enda í norrænum anda; einfaldur og stílhreinn. 

Útsaumspakkarnir frá Baldyre henta bæði þeim sem eru reynd í útsaumi svo og byrjendum.