22.995kr.
addiClick Novel Lace Short hringprjónasett inniheldur 8 pör af prjónaoddum úr málmi í stærðum 3,5mm til 8mm. Hvert prjónaoddapar er með löngum og góðum oddum (lace), en prjóninn sjálfur er stuttur. Þá eru Novel prjónarnir frábrugðnir öðrum hringprjónum því prjónarnir eru hrjúfir viðkomu eða hamraðir. Þessir áferð veldur því að auðveldara er að ná gripi á þeim og lykkjurnar renna ekki eins vel. Það gagnast þeim sem halda lausar um prjónana og vilja prjóna fastar.
Þessa odda er hægt að nota fyrir snúrur sem mynda 40cm eða lengri hringprjóna.
Það fylgja með 5 snúrur, liprar eins og ADDI prjónasnúrurnar eru; 40cm, 50cm, 60cm, 80cm og 100cm. Einnig fylgir með tengi til að tengja saman snúrur, gripbleðill til að auðvelda tengingu á oddi og snúru og gyllt næla til skrauts.
addiClick Novel prjónunum er smellt við snúrurnar (enginn skrúfgangur) og losna því ekki á meðan prjónað er.
Hægt er að bæta við settið með því að kaupa fleiri stærðir af prjónaoddum (með sléttri áferð), bæði styttri og allt uppí 12mm í löngum oddum. Einnig er hægt að kaupa viðbótar snúrur stakar.
Prjónasettið kemur í þægilegri tösku þar sem er rennt hólf fyrir alla smáhlutina og hver prjónn á sinn stað.
Aðeins 1 eftir á lager