3 skipti frá kl. 18-20 Þriðjudagur 15. október Þriðjudagur 22. október Þriðjudagur 29. október
Uppskriftin er á ensku eða dönsku. Ýmisleg prjóntækni er notuð fyrir utan uppfit og útaukningar.
Um að gera að koma í Storkinn og skoða möguleikana. Hugmyndin með samprjóni er að koma saman og deila og læra hvor af annarri. Umsjón með samprjóninu hefur Althea Wette frá Storkinum. Hún verður búin að rýna uppskriftirnar og aðstoðar þá sem þurfa hjálp til að komast í gang. Þær sem skrá sig á samprjónið fá 15% afslátt af garni í peysuna. Einnig er hægt að kaupa uppskriftina hjá okkur. Samprjónið kostar ekkert en til að taka þátt þarf að kaupa garnið í peysuna í Storkinum fyrir samprjónið og skrá sig hér neðst á síðunni með því að velja vöruna og gefa upp nafn, netfang og símanúmer.

Tillögur af garni í peysuna:

1 þráður silki mohair:

Lamana PREMIA NUVOLA ANGEL TUULI

Prjónað með einum þræði af léttbandi:

VOLARE DK Rowan FELTED TWEED BC SEMILLA gots Rowan ALPACA SOFT

EÐA prjónuð úr einum þræði af grófara garni eins og:

HALAUS Rowan FINE TWEED HAZE De Rerum Natura GILIATT Schoppel Apaca Queen