AINA peysan er smart og stílhrein stutterma peysa með púffermum. Það er lokufelling á ermunum sem eykur vídd þeirra. Peysan er prjónuð úr Hehku garninu sem er loðið og létt mohair garn.
Hægt er að síkka bolinn eftir óskum því peysan er prjónuð ofan frá. Munið þá að gera ráð fyrir meira garni.

HÖNNUN: Saara Toikka
STÆRÐIR: S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Stærð peysu á mynd er M

MÁL
Mál á prjónaðri peysu
Ummál: 90 (98) 106 (114) 122 (130) cm
Ermasídd mæld frá handvegi: 18 (19) 19 (20) 20 (21) cm
Sídd mæld á miðjum bol að aftan 51 (53) 55 (57) 59 (61) cm

GARN: Novita Hehku litur 635 kóla 200 (250) 250 (300) 350 (400) g

PRJÓNAR
Hringprjónar (40 og 80 cm) 5 mm eða eftir ykkar prjónfestu.
Sokkaprjónar, þríprjónar eða stuttur hringprjónn, 5 mm fyrir ermar, ef ekki er notuð töfralykkjuaðferðin.
2 prjónamerki

PRJÓNFESTA: 15 L og 21 umf í sléttprjóni á 5 mm prjóna = 10 cm
ÞÝÐING: Guðrún Hannele

 

 

HLÝJA peysan er þægileg kvarterma peysa með góðri hreyfivídd. Peysan er prjónuð úr Hehku garninu sem er loðið og létt mohair garn. Grófir prjónarnir gera peysuna fljótprjónaða.
Hægt er að síkka bol og ermar eftir óskum því peysan er prjónuð ofan frá. Munið þá að gera ráð fyrir meira garni.

HÖNNUN
Linda Permanto
STÆRÐIR S (M) L (XL) 2XL (3XL)
Stærð peysu á mynd er M

MÁL
Mál á prjónaðri peysu
Ummál: 96 (104) 112 (120) 132 (144) cm
Ermasídd mæld frá handvegi að neðan: 33 (34) 34 (35) 35 (36) cm
Sídd mæld á miðjum bol að aftan 58 (61) 63 (65) 67 (69) cm
GARN
Novita Hehku litur 341 fresh (á mynd) 300 (350) 350 (400) 450 (500) g
PRJÓNAR
Hringprjónar (40 og 80 cm) 4,5 mm eða eftir ykkar prjónfestu.
Sokkaprjónar, þríprjónar eða hringprjónar 4,5 mm fyrir ermar.
Prjónamerki

ATHUGIÐ
Peysan er prjónuð í heilu lagi ofan frá. Fyrst er efri hluti bakstykkis prjónað frá hálsmáli að handvegi fram og til baka. Styttar umferðir eru
gerðar efst á bakstykki til að móta axlir. Lykkjur eru prjónaðar upp meðfram öxlum á bakstykki og framstykkin og prjónuð hvort um sig fram
og til baka. Framstykkin eru sameinuð við neðri hluta hálsmáls í miðju og prjónað áfram fram og til baka að handvegi. Bolurinn er prjónaður í hring fyrir neðan handveg. Ermalykkjur eru prjónaðar upp meðfram handvegi og ermin prjónuð ofan frá.

PRJÓNFESTA 18 L og 25 umf í sléttprjóni á 4,5 mm prjóna = 10 cm

ÞÝÐING: Guðrún Hannele