- Fyrir þvottavélar og þurrkara.
- Vandaðir rennilásar sem eru í stíl við hvern ilm af Soak þvottalegi.
- Rennilásarnir eru varðir þannig að þeir snerta ekki flíkina sem er þvegin.
- Hanki svo að auðvelt er að geyma pokann þegar hann er ekki í notkun.
- Gæða framleiðsla með skyrtusaumum (saumfarið sést ekki).
- Frá til að geyma nærfatnað epa annað í á ferðalögum.
- Einnig hægt að nota sem prjónaverkefnapoka.
-
Athugið að þessi poki er nógu stór fyrir peysur! Lýsing: Eco Wash Bag er stór (40 cm í þvermál) þvottapoki eða netpoki skapaður af sérfræðingunum hjá Soak Wash, svo að dýrmætu flíkurnar ykkar haldist heilar í þvottavélinni. Hannað fyrir nærfanað, sundfatnað, íþróttafatnað, trefla, íþróttahaldara, undbarnasokka, peysur og annað prjónað og skreyttar flíkur. Framleitt úr 100% RPET, endurunnum plastflöskum. Hver Eco Wash poki nýtir 8+ plastflöskur sem annars hefðu getað endað í landfyllingu eða í hafinu.
-
Höfundur: Kaffe FassettÚtgefandi: Taunton Press (2019)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | Mál: 220 x 280 x 12,7 mm Hér eru 20 frábær bútateppi frá Kaffe Fassett þar sem einstöku efnin eru notuð. Teppin eru öll mynduð í litlu þorpi í Wales. Bókin fer með þig í ferðlag aftur í tímann enda heitir hún Romance. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton auk Kim McClean, sem er ástralskur bútasaumskennari og hönnuður. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi.
-
Höfundur: Kaffe FassettÚtgefandi: Taunton Press (2014)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 725 g | 220 x 280 mm Ferðalag til Marokkó! Þetta er sextánda bókin hans Kaffe Fassett og hún inniheldur 20 bútateppi, hvert öðru fallegra. Öll inspírerðum af byggingum og list í Marokkó. Myndirnar eru teknar í Fez - miðaldaborg í Marokkó, þar sem litadýrðin í mósaíkinu og byggingarstílnum er ólýsanleg. Eins og áður þá er Liza Prior aðalsamstarfskona hans við útfærslu bútateppanna. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli og myndum, teikningum og sniðum auka góðra ráða frá Kaffe sjálfum.
-
LAINE TUTTUGU OG FJÖGUR Drottningarviðtal við Nönnu hjá Knittable í þessu tölublaði!!! Ekki á hverjm degi sem íslenskir prjónafrömuðir eru í viðtali í svona flottu tímariti. Finnskt tímarit (á ensku) með prjónhönnun á heimsmælikvarða. Margir hönnuðir leggja hönd á plóg og tryggja úrval að áhugaverðum peysum og fylgihlutum. Mikil áhersla er lögð á greinagóðar uppskriftir. Þá fyglir ein mataruppskrift að auki. Stílhreint tímarit á ensku með fallegri myndatöku. Athugið að það er hægt að vera áskrifandi að LAINE tímaritunum hjá okkur. Sendu okkur skilaboð til að skrá þig. Við látum vita þegar að LAINE kemur í sölu og tökum frá eintak fyrir þig og þú sækir eða við sendum. 10% afsláttur fyrir áskrifendur.
-
Höfundur: Hikaru Noguchi Útgefandi: Hawthorn Press (2019)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 350 g | Mál: 186 x 256 mm Umhverfismálin eru að hafa þau áhrif að við viljum endurhugsa hvernig við nýtum fatnaðinn okkar. Það er aftur orðið göfugt og skynsamlegt að gera við fatnaðinn til að vinna gegn hraðtískunni og sóuninni sem á sér stað. Viðgerðirnar mega sjást og þess vegna prýða fatnaðinn, skreyta hann um leið og líftíminn er lengdur. Viðgerðirnar gera uppáhaldsflíkina þína enn persónulegri og bjargar henni frá því að verða að landfyllingu. Þetta er fyrsta útgáfan á ensku frá Hikaru Noguchi sem er orðin þekkt í Japan fyrir aðferðir sínar í fataviðgerðum. Nákvæmar vinnulýsingar, skref fyrir skref, svo að m.a.s. byrjendur í saumi geta fylgt þeim. Ljósmyndirnar endurspegla listræna nálgun hönnuðarins.
-
Höfundur: Katrina Rodabaugh Útgefandi: Abrams (2018)Harðspjalda | 224 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 920 g | Mál: 186 x 236 x 22 mm
Mending Matters: Stitch, Patch, and Repair Your Favorite Denim & More
Mending Matters er bók fyrir þá sem vilja læra aðferðir við að gera við fatnað og fá hugmyndir að skemmtilegum útfærslum. Aðferðirnar skila nútímalegum og áberandi viðgerðum (engin ástæða til að þær sjáist ekki) með hefðbundnum sporum. Í grunninn eru aðferðirnar einfaldar en útfærslurnar geta verið margar.Í dag eru fataviðgerðir ekki aðeins skynsamlegar til að lengja líf fatnaðar, heldur nauðsynlegar fyrir umhverfið. Höfundurinn Katrina Rodabaugh fer í gegnum alls konar hugmyndafræði sem tengist fataviðgerðum í þessari bók, auk þess að undirstrika mikilvægi handavinnu. -
Strekkingagafflar úr Mindful línunni frá Knit Pro. Ætlaðir til að strekkja sjöl eða annað sem á að halda formi. Hægt er að festa þráð við gaffalana og strekkja á milli þeirra til að mynda beina línu. Pinnarnir eru úr ryðfríum málmi. Þægilegt í notkun og flýtir fyrir allri strekkingarvinnu. Innihald: 20 strekkingagafflar (12 gafflar með 8 pinnum og 8 gafflar með 4 pinnum).
-
Höfundur: Anna NikipirowiczÙtgefandi: David & Charles (2024)Linspjalda | 176 bls. Þyngd: 580 g | Mál: 190 x 245 x 12 mm
Mosaic Chart Directorry for Knitting + Crochet
- Mósaík er litskipti tækni sem hjálpar þér að gera flókin endurtekin munstur án þess að skipta um lit í miðri umferð.
- Byrjendur jafnt og lengra komnir geta notast við mynstrin. Aðeins grunnþekkingu í hekli eða prjóni er krafist, en það er líka sýnt í bókinni.
- Prjónarar og heklarar geta notað sömu aðgengilegu mynstrin.
- Lengra komnir geta nýtt sér þessi mynstur og aðferðir og prjónað/heklað þau í flíkur.
-
Höfundur: Linka Neumann Útgefandi: Lind & Co (2021)Mjúkspjalda | 143 bls. Tungumál: Sænska Þyngd: 670 g | Mál: 200 x 257 x 15 mm
Ævintýrið heldur áfram - meira af peysum fyrir yngri og eldri frá Linka Neumann
Hér er önnur bók Linku Neumann með meira af flottum útivistarpeysum fyrir börn og fullorðna. Margar peysur úr bókinni eiga eftir að rata í jólapakka fjölskyldunnar. Bókin inniheldur 26 prjónaverkefni; peysur, vettlingar, húfur og fleira. Mynsturteikninfar fylgja öllum uppskriftum og myndirnar í bókinni munu fylla alla prjónara innblæstri því þær eru svo fallegar. Peysurnar er bæði í anda lopapeysunnar með hringmynstri á axlastykkinu, en líka með ísettum ermum og laskaermum. Stærð barna er breytileg og því borgar sig alltaf að mæla barnið sem á að fá peysuna, fremur en að styðjast eingöngu við aldur. -
Höfundur: Yumiko HiguchiÚtgefandi: Roost Books (2021) Harðspjalda | 96 bls. Stærð: 200 x 211 x 9 mm Tungumál: Enska Þyngd: 270 g Falleg og aðgengileg bók með útsaums myndum og sauma verkefnum úr dýraríkinu. Frá úlfum, köttum, uglum, sebrahestum og pöndum, fallegum fuglum og krúttlegum kanínum. Bókin inniheldur 25 mótíf og mynstur ásamt greinagóðum útskýringum teikningum fyrir sporin sem notuð eru.
-
"Quick-Cut" er þráðskeri sem flýtir fyrir þegar klippa þarf þræði eftir saumaskap. Hannaður til að skera á þræði fljótt og örugglega.
- Auðvelt aðgengi.
- Hentar jafnt tvinna sem garni.
- Fingurnir geta ekki snert hnífinn sem eykur öryggið.
-
Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Roost Books (2020)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 191 x 210 mm Fíflar og fjólur, sveppir og haustlauf, náttúran er kveikja höfundar að fallegum, fíngerðum útsaumsmyndum. Teikningarnar eru fallegar og bjóða upp á enn fallegri útsaum. Bókin er ríkulega myndskreyttm með góður leiðbeiningum og vinnulýsingum. Frábær fyrir alla sem hafa áhuga á frjálsum útsaumi. Kazuko Aoki er vinsæll útsaumari í Japan. Hún notar náttúruna til að inspírara sig, bæði garðinn heima og jurtir sem verða á vegi hennar á gönguferðum. Eftir listaskólanám í Japan stundaði hún nám í textíl í Svíþjóð. Hún er höfundur margra útsaumsbóka.
-
Höfundur: Kazuko Aoki Útgefandi: Shambhala Publications Inc (2015)Mjúkspjalda | 96 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 340 g | Mál: 211 x 258 x 6 mm
The Embroidered Garden : Stitching through the Seasons of a Flower Garden
Dásamlega falleg útsaumsbók eftir japanska höfundinn Kazuko Aoki. Það sést að áhugasviðið nær yfir garðyrkju jafnt sem útsaum. Kazuko Aoki yfirfærir fegurðina úr garðinum yfir í útsauminn á einstakan hátt. Fjörtíu mynstur endurspegla blómagarðinn og líka býflugurnar og fiðrildin. Teikningarnar sýna verkefnin vel og fyrir þá sem þurfa þá er aðferðirnar líka útskýrðar vel. Útsauminn er svo hægt að útfæra í barmnælur, bókakápur, nálapúða og poka. -
Höfundur: Kaffe FassettÚtgefandi: Taunton Press (2008)Mjúkspjalda | 144 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 730 g | 220 x 280 mm Hér eru 20 falleg bútateppi frá Kaffe Fassett í blómlegu þema. Teppin eru öll mynduð með enska garða sem bakgrunn. Efnin sem eru notuð í teppin eru einstök; hönnuð af Kaffe Fassett sjálfum, litrík og falleg. Teppin eru hönnuð af honum og útfærð af þeim þekktu Lizu Prior-Lucy, Pauline Smith og Robert Horton. Góðar leiðbeiningar fylgja í máli, myndum, teikningum og sniðum. Að auki deilir Kaffe Fassett með lesendum góð ráð eftir 30 ára reynslu í bútasaumi. Bók sem aðdáendur Kaffe Fassett munu elska.
-
Höfundur: Debbie Tomkies Útgefandi: David & Charles (2024)Mjúkspjalda | 176 bls. Tungumál: Enska Þyngd: 514 g | Mál: 190 x 246 mm The Cable Knitting Stitch Dictionary covers all the essential skills needed to produce successful cables, such as cable terminology, how to read and follow cable charts, spotting and correcting errors, and handy tips and tricks for beginners. There are skill level flags so readers can learn as they go, and mix and match ideas for combining different cable designs. As well as the written patterns there are charts for each of the designs alongside life-size photography of the knitted samples stitched up in high-definition yarn. The book begins with a series of classic cables and then moves on to more detailed cables progressing in complexity from combination cables and panels to all over designs and motifs. It then moves on to explaining how to incorporate other techniques like colorwork. The key stitches required are explained with step-by-step photography and instructions. And there is a chapter about creating your own designs with cables which explores how to chart your own cables, how cables affect the drape of the fabric and ways to adapt this, choosing the right yarn and cable placement. The ‘mix and match’ feature for combining cables flags the row pattern repeat and stitch multiples so you can see if it would work in a specific project. There is also information about the stocking stitch equivalent which is essential when doing a gauge swatch in order to know how wide the cable pattern should be. By taking the best of the traditional cable designs and blending them with contemporary cables, this collection will be a valued reference for any knitter.