-
Buddan er saumuð á stramma með krosssaumi með útsaumsgarni úr 100% ull. Það eru fylgja margir litir af útsaumsgarni með. Hönnuðurinn leggur til að þið veljið litina af handahófi þegar saumað er. Þá verður þetta óvissuferð, en kemur alltaf fallega út því litirnir passa allir vel saman. Rennilás fylgir og liturinn á honum er mismunandi, en alltaf í stíl við garnið. Innihald: Strammi, jafanál, útsaumsgarn úr ull, rennilás, leðursnúra, mynsturteikning, efni fyrir frágang og leiðbeiningar á dönsku. Hönnuður: Søren Nielsen Stærð: 15 cm x 22 cm Þéttleiki: 44 spor / 10 cm.
-
3 skipti – ÞRIÐJUDAGAR kl. 18 - 20 18. feb., 25. feb. og 4. mars 2025 Heklaðar dúllur hafa fyrir nokkru gengið í endurnýjum lífdaga. Fyrir utan hinar klassísku hekluðu dúllur til að setja saman í minni og stærri teppi, þá eru dúllur einnig notaðar til að hekla peysur, töskur o.m.fl. Það er hægt að fara margar leiðir í dúlluhekli og jafnvel í að setja þær saman. Á þessu námskeiði mun Sólveig heklkennari sýna ykkur nýja leið til hekla saman dúllur. Auk þess mun hún fara í alla þá tækni sem þarf til að hekla mismunandi dúllur. Litríkt og skapandi verkefni er markmiðið.Garn í prufuhekl er innifalið.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum: Heklunálar 3,5-4 mm.Kennari: Sólveig Sigurvinsdóttir
-
Eitt skipti – laugardagur 18. janúar kl. 9:30-12 Ósýnileg fit er frábær aðferð hvort sem peysa er prjónuð ofan frá eða neðan frá. Einnig hægt að nota á húfur, vettlinga og hvað sem er þar sem óskað er eftir fit sem sést ekki og er teygjanleg. Það eru til mismunandi aðferðir til að byrja, en á þessu örnámskeiði verða kenndar tvær sem eru þægilegri en margar aðrar og auðvelt að tileinka sér. Hægt er að velja um að hafa fitina flata eða með holrými (e. Tubular Cast On).Á námskeiðinu eru gerðar prufur í flatprjóni.Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:Hringprjóna 3,5-4 mm 80 cm. Einn sokkaprjón eða hringprjón í 5-6 mm grófleika. Heklunál 4-4,5 mm. Garn í prufuprjónið er innifalið!Kennari: Guðrún Hannele Húfan á myndinni heitir Biggie og er frá Brooklyn Tweed. Það sést vel hvernig brúnin er þegar fitjað er upp með ósýnilegri fit.