895kr.

Mánaðarserían eru símynstraðir vettlingar með mynstureindum sem er auðvelt að læra og þ.a.l. skemmtilegt að prjóna.
Með því að nota einlitan grunn en marglitt garn í mynstrið kemur mikil hreyfing í mynstrið sem gerir það enn áhrifaríkara, en þa verða vettlingarnir ekki eins! Það er auðvitað líka hægt að hafa einlitt garn í mynstrinu.

Garn:  Bio Merino 1 x 50g/150m & Edition 3  1 x 50g/50g frá Schoppel Wolle eða sambærilegt garn. Garnið í mynsturlitnum er kaflalitað og sprengt og því verða vettlingarnir ekki alveg eins!

Prjónar: Sokkaprjónar 2,5mm og 3 mm

Stærðir: Minni og stærri unglinga-/fullorðinsstærð

Tvíbandaprjónaðir vettlingar, ekki úr fíngerðasta garninu, prjónast því hraðar fyrir vikið. Íprjónaður þumall, auðvelt að stækka og minnka vettlingana ef þarf. Mynstrið er auðlært og fljótprjónað. Uppskriftinni fylgir teikning af mynstrinu og nákvæm vinnulýsing.

Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. 

Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Slóðina er einnig að finna í kvittuninni sem send er í tölvupósti.

Vöruflokkar: ,

HÖNNUN / UPPSKRIFT                                    

Guðrún Hannele

STÆRÐIR                    

2 stærðir – minni (stærri)

LENGD OG BREIDD
Stroff 6 (7) cm, belgur 22 (24,5) cm, samtals 28 (31,5) cm

9 (10,5) cm mælt þvert yfir handarbak fyrir ofan þumal.

GARN

Grunnlitur: Schoppel Wolle Bio Merino eða sambærilegt garn

1 x 50g (150m)

Grunnlitur: Schoppel Wolle Edition 3 eða sambærilegt garn

1 x 50g (150m)

PRJÓNAR

Sokkaprjónar 12-15 cm, þríprjónar eða þeir prjónar sem ykkur hentar að nota:

2,5 mm fyrir stroffið og 3 mm fyrir belginn og þumalinn.

PRJÓNFESTA

32 lykkjur og 34 umferðir á 3 mm prjóna = 10cm í tvíbandaprjóni.