995kr.

Barnateppi með lóðréttum röndum sem eru prjónaðar með gatamynstri. Einfalt mynstur sem er auðvelt að læra utan að og hentar því sérstaklega vel í samkvæmis- eða sjónvarpsprjón.

Prjóntækni: Slétt lykkja, brugðin lykkja, uppsláttur, úrtaka til vinstri, úrtaka til hægri.

Uppskriftinni fylgja bæði mynsturteikningar fyrir gataprjónið  svo og ítarleg vinnulýsing fyrir þau sem vilja frekar prjóna eftir texta.

Þessi uppskrift er seld sem pdf skjal og er á íslensku. 

Um leið og greiðsla hefur farið fram birtist slóð á síðunni sem smellt er á til að hlaða henni niður. Einnig er hægt að smella á slóð sem er í tölvupósti sem sendur er eftir kaupin.

UPPSKRIFT / ÚTFÆRSLA
Guðrún Hannele

STÆRÐ
Um 70 x 71 cm

GARN
5 x 50g (samtals 580 m).
ALPACA WOOL frá Mode at Rowan EÐA VOLARE DK merínóull frá Storkinum.
Eða sambærilegt garn.
Ath. ef teppið er prjónað lausar fer meira garn.

PRJÓNAR

Langur 80-100 cm hringprjónn 3½ mm eða sá grófleiki sem þarf til að ná réttri prjónfestu.
Veljið réttan grófleika af prjónum til að fá rétta prjónfestu.

PRJÓNFESTA
20 lykkjur og 28 umferðir = 10 cm með 3½mm prjónum í mynsturprjóni eftir þvott.
22 lykkjur og 28 umferðir í sléttprjóni eftir þvott.