6.995kr.

TILBOÐSVERÐ!

Höfundur: Heli Nikula

Útgefandi: Vaka Helgafell (2024)

Harðspjalda | 285 bls.

Tungumál: Íslenska

Þyngd: 1.285 g

ULLARÆÐI 2

Hin finnska Heli Nikula sló í gegn á Instagram með síðuna sína VILLAHULLU sem þýðir bókstaflega ullaræði. Þess var ekki langt að bíða að bókaútgefandi hafði samband við hana og lagði til að hún skrifaði prjónabók. Hún er mikill aðdáandi lopapeysunnar en fer sínar eigin leiðir í mynsturgerð og peysuhönnun. Í bókinni er bæði að finna uppskriftir, fyrir fullorðna, fyrst og fremst peysur en líka húfur, lambhúshettu og vettlinga. Hún notar sjálf mest lopa en einnig aðra ull í tveimur grófleikum; þykkband fyrir prjóna 4,5-5 mm og grófband fyrir prjóna 6-7 mm. Hér er að finna margar skemmtilegar peysuuppskriftir sem eiga eftir að verða klassískar.

Peysurnar eru allar prjónaðar á hefðbundinn hátt, neðan frá og upp.

Það er nýr og ferskur blær yfir þessari bók og hún verður mikill fengur fyrir aðdáendur lopapeysunnar.

Guðrún Hannele Henttinen þýddi.

Aðeins 2 eftir á lager