4.495kr.

Höfundur: Stella Ruhe

Útgefandi: Search Press Ltd (2020)

Harðspjalda | 144 bls.

Tungumál: Enska

Þyngd: 798 g | Mál: 200 x 280 x 15 mm

Traditional Dutch Ganseys for Children : Over 40 Sweaters to Knit from 30 Fishing Villages

Frá um 1875 til 1950 notuðu hollenskir sjómenn peysur með sérstökum mynstrum einungis prjónuð með sléttri og brugðinni lykkju, stundum einnig köðlum. Þessar peysur (ganseys á ensku) urðu að einkennistákni hollensku sjómannanna sem notuðu þær.  Mörg börn úr fjölskyldum sjómannanna notuðu sams konar peysur og fundist hafa margar myndir undanfarin ár sem sýna þessa peysuhefð.

Stella Ruhe hefur áður skrifað tvær bækur um duggarapeysuhefðina en í þetta sinni beinir hún sjónum að barnapeysum. Í bókinni eru 40 peysuuppskriftir frá 30 ólíkum hollenskum þorpum. Uppskriftirnar byggja á upprunalegum mynstrum sem fjölskyldur hafa deilt svo og þeim sem hafa fundist í skjalasöfnum.

Stærðirnar eru fyrir 1 til 14 ára, en auðvelt er að breyta stærðum eftir leiðbeiningum frá höfundi í bókinni. Mynsturteikning fylgir með hverri uppskrift.

Aðeins 1 eftir á lager

Go to Top