2.595kr.
- Grófleiki: Fínband / fingering / 4 ply
- Innihald: 100 % ull
- Lengd/þyngd: 400m/100g
- Prjónar: 2 – 3 mm
- Prjónfesta: 30-36 lykkjur = 10 cm eftir grófleika prjóna
- Þvottur: Handþvottur
Ath. þetta garn er líka gott í ullarútsaum!
2.595kr.
Ath. þetta garn er líka gott í ullarútsaum!
Pirkkalanka ullargarnið fáum við frá Finnlandi. Það kemur í mjög mörgum litum og hentar í alls konar verkefni; handprjón, vélprjón, hekl, útsaum og vefnað. Fínbandsgrófleikinn er góður í vettlinga sem eru prjónaðir á prjóna 2 – 2,5 mm, enda er þetta vinsælasta vettlingagarnið hjá okkur. Þetta er 100% ull með þéttum snúð, en samt liprara og loftmeira en t.d. sokkagarn. Þess vegna er góð fylling í því í tvíbandaprjóni.
Þessi ull krefst handþvottar en það lengir líf hennar og heldur garninu lengur fallegu.
Pirkkalanka ohut er líka mjög gott í peysur, eitt og sér eða með silki/móhár garni.
Pirkkalanka hefur verið í framleiðslu í áratugi og því komin góð reynsla á það. Garnið er spunnið í Noregi og litað í Finnlandi og ferlið uppfyllir staðla EU um vistvæna framleiðslu. Peysur úr garninu halda sér eins árum saman.
Pirkkalanka ohut kemur núna í 100g hespum.
Mán. – fös. kl. 11-17
Lau. kl. 11-15
Lokað sun.
Lokað á lau. júní -ágúst