1.995kr.

Ekki týna nálinni þinni aftur!  Þessi sæti nálasegull þjónar mikilvægu hlutverki. Þú festir hann við útsaumhringinn þinn og geymir nálina á vísum stað þegar þú ert ekki að nota hana. Nálasegullinn er emeleraður  og með sterkum segli og tollir vel á sínum stað.

Mál:
3,2 cm x 3,3 cm

Kemur áfastur á spjald innpakkaður í sellófan umslag.

Uppselt

KIRIKI PRESS ÚTSAUMUR

Kiriki Press er lítið fyrirtæki frá Kanada sem leggur áherslu á útsaum fyrir byrjendur og lengra komna. Saumað er út í silkiþrykkt bómullarefni. Vinnulýsingarnar eru mjög góðar, útskýrðar í máli og myndum.

Útsaumssporin sem eru notuð eru fjölbreytt og hefðbundin, en efnið sem saumað er út í er það ekki. Markmiðið hjá Kiriki er að gera útsauminn skemmtilegri, aðgengilegri og þægilegri.

Mynstrin eru á mismunandi erfiðleikastigum, fyrir allt frá byrjendum til þeirra sem vilja meira krefjandi útsaum.

Hér er hægt að hlaða niður bók með verklýsingum á öllum útsaumssporunum frá KIRIKI.

Frá Kiriki kemur líka jólaskraut sem er einfalt að sauma og nálaseglar.