3.895kr.

MATRYOSHKA KIT er útsaumspakki fyrir lengra komna í útsaumi. Notuð eru fjölbreytt frjáls útsaumsspor.

Öll útsaumsmynstur frá Kiriki eru handþrykkt með björtum, vatnbaseruðum bleklitum á efni. Það er því ekki þörf á að yfirfæra mynstur á efni.

Innihald:

  • Silkiprentað bómullarefni
  • Áprentað efni fyrir bak
  • Útsaumsnál nr. 9
  • Útsaumsgarn frá DMC; árórugarn
  • Fylling
  • Góð vinnulýsing
  • Litmynd af útsaumaðri dúkku
  • Áprentaðar umbúðir; upplagt sem gjöf!

Mælt með fyrir 12 ára og eldri.

Þetta er pakkning með efni til að sauma sjálf/ur sína eigin dúkku. Allt sem þarf fylgir með. Tilbúin ugla er 11 cm á hæð.

Ef notaður er útsaumshringur þarf hann að vera 15 cm í þvermál.

Uppselt

KIRIKI PRESS ÚTSAUMUR

Kiriki Press er lítið fyrirtæki frá Kanada sem leggur áherslu á útsaum fyrir byrjendur og lengra komna. Saumað er út í silkiþrykkt bómullarefni. Vinnulýsingarnar eru mjög góðar , útskýrðar í máli og myndum.

Útsaumssporin sem eru notuð eru fjölbreytt og hefðbundin, en efnið sem saumað er út í er það ekki. Markmiðið hjá Kiriki er að gera útsauminn skemmtilegri, aðgengilegri og þægilegri.

Mynstrin eru á mismunandi erfiðleikastigum, fyrir allt frá byrjendum til þeirra sem vilja meira krefjandi útsaum.

Hér er hægt að hlaða niður bók með verklýsingum á öllum útsaumssporunum frá KIRIKI.