Chunky Andean Wool frá KAOS YARN er minnir á margan hátt á léttlopa; sama lengd í hnotunni, einspinna en er mun mýkri. Það er hægt að prjóna þetta garn á misgrófa prjóna, en flestir munu vafalaust vilja nota 5-6mm prjóna í peysu. Þetta garn hentar jafnt í peysur sem og fylgihluti eða jafnvel eitthvað til heimilisins. Það er hægt að prjóna það í hring án þess að það komi skekkja (eins og gerist gjarnan þegar einspinna er prjónuð í hring).
Ullin er 100% hálandsull frá Perú, blanda af ull af merínófé og corriedalefé, sem er á beit í Andesfjöllunum í 2.500-5.000 m hæð yfir sjávarmáli. Garnið er spunnið í Perú hjá fjölskyldufyrirtæki með Fair Trade vottun. Garnið er litað samkvæmt evrópskum stöðlum um litun og umhverfisvernd.
Litapallettan hjá KAOS YARN er innblásin af styrkleika og karakter manneskjunnar. Finnið ykkar litríku leið til tjáningar í litaúrvalinu í garninu frá þeim. Nóg er af fallegum litum að velja úr.