Skilmálar

Kæri viðskiptavinur

Storkurinn er rótgróið fyrirtæki, stofnað 1953, og hefur verið þekkt fyrir gott úrval af garni og öðrum hannyrðavörum í háum gæðaflokki um árabil. Við leggjum okkar metnað í að bjóða fyrsta flokks þjónustu og miðla af fagþekkingu okkar til viðskiptavina. Upplýsingar um viðskiptavini eru trúnaðarmál og viðskipti við okkar vefverslun eru eins örugg og kostur er.

Vörur

Við reynum að sýna allar vörur í eins réttum litum og mögulegt er, en höfum þann fyrirvara að mismunandi tölvuskjáir hafa áhrif á það hvernig litirnir sjást hjá hverjum og einum.

Verð

Verð í vefverslun eru þau sömu og í verslun Storksins. Öll verð eru með virðisaukaskatti, nema námskeið sem eru vaskfrjáls.
Verð er birt með fyrirvara um myndbregl og/eða prentvillur og áskilur Storkurinn sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum hafi rangt verð verið gefið upp.
Ef vara er uppseld upplýsum við viðskiptavini okkar um það og látum vita þegar vara er aftur fáanleg. Ef vara er ekki til á lager og er ekki væntanleg mun Storkurinn endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla þegar farið fram.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.
Sendingarmöguleikar:
Sótt í verslun Storksins, Síðumúla 20, 108 Reykjavík = 0 kr.
Pakkar eru sendir með TVG og hægt að velja um að fá heimsendingu á langflestum stöðum á landinu eða velja á sækja á tiltekinn afhendingarstað. Verð eru reiknuð eftir þyngd og koma fram um leið og staðsetning er valin.

Frír sendingarkostnaður með Íslandspósti í pósthús, póstbox, pakkaport eða með landpósti ef pantað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Afhendingartími

Afhendingartími er að jafnaði 2-5 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Skilaréttur

Við vonum að vörurnar sem viðskiptavinir Storksins kaupa uppfylli kröfur um gæði og að þeir séu ánægðir með kaupin. Ef svo er ekki, þá getur viðskiptavinur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum (ef við á) og kvittun fylgir með. Almennur skilafrestur á vörum eru 30 dagar. Ef óskað er endurgreiðslu þarf vara að berast okkur innan 14 daga frá kaupdegi. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Ef vara reynist gölluð greiðir Storkurinn fyrir endursendingu vörunnar.
Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003. ATHUGIÐ að skilaréttur gildir ekki um prjóna og bækur.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi lætur seljanda í té við kaupin. Við látum þriðja aðila aldrei í té upplýsingar um viðskiptavini okkar og varðveitum prsónuupplýsingar á öruggan hátt.

Öryggi

Við notum greiðslukerfi frá Valitor sem tryggir öryggi greiðslukortanotenda.

Greiðslumöguleikar

Í vefverslun Storksins er boðið uppá nokkrar greiðsluleiðir. Í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum, debetkortum, millifærslu og netgíró. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Millifærslur

Ef valið er að greiða með millifærslu er óskað eftir því að staðfestingu á greiðslu verði send á netfangið: [email protected].

Bankareikningur
0334-26-15809
kt: 511207-2660

Ef pöntun er enn ógreidd innan tveggja daga telst hún ógild.

Greiðslukort

Mögulegt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Valitor.

Netgíró

Netgíró er kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá netgíró sem hægt er að sækja um hér: www.netgiro.is. Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina sem geta greitt reikninginn innan 14 daga, vaxtalaust. Sjá nánar á vefsíðu Netgíró.

Fyrirtækjaupplýsingar
Storkurinn ehf.
Síðumúli 20
108 Reykjavík
Sími: 551-8258
Netfang: [email protected]
Kt. 511207-2660
VSK nr.: 96578.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.