Skila og skipta
Við bjóðum viðskiptavinum að taka frá garn til að tryggja að rétt lotunúmer sé til. Geymslutíminn er 3-4 vikur og jafnvel lengur ef um það er samið. Við sendum SMS að þeim tíma liðnum og ef ekki heyrist frá viðkomandi setjum við garnið aftur í sölu.
Við vitum líka að þegar garn er keypt er stundum nauðsynlegt að kaupa ríflega til að vera öruggur um að garnið dugi í flíkina sem á að prjóna. Þá er hægt að skila/eða skipta óáteknum hnotum/hespum sem verða afgangs. Við förum fram á að sölukvittun sé framvísað við skil á garni. Geymið því kvittunina þar til ljóst er hvort skila þurfi garni eða ekki.
Þá er líka vert að benda á að það eru alltaf einhverjar breytingar á garnframleiðslu, tegundir og litir detta út á hverju ári. Því borgar sig ekki að draga að skila garni ef prjónaskapnum er lokið á annað borð. Skilafrestur er 3 mánuðir á garni.
Þá viljum við benda á að af eðlilegum ástæðum er almenna reglan er sú að ekki er hægt að skila prjónum. Við gerum undantekningar ef um gjöf er að ræða. Þá setjum við innsigli á pokann.