UM STORKINN
Storkurinn er elsta hannyrðaverslun landsins, stofnuð 1953. Guðrún Hannele textílkennari hefur rekið Storkinn frá 2008 og er þriðja konan sem gerir það frá stofnun. Verslunin var á Laugaveginum í meira en hálfa öld en flutti um mitt ár 2016 í Síðumúla 20 þar sem aðgengi er gott og búðin rýmri.
Við Storkskonur erum ástríðufullir prjónarar og viljum aðstoða ykkur við að njóta yndislega prjónalífsins með okkur.
Við höfum líka áhuga á öðrum hannyrðum eins og útsaumi, hekli, bútasaumi og fleiru.
Garn fyrir prjón og hekl er okkar sérstaða, en við erum einnig með gott úrval af prjónum, heklunálum, tölum og hnöppum, hannyrðabókum, útsaumgarni og útsaumspakkningum. Þá eru ótalin bómullarefni fyrir bútasaum, tvinni og alls kyns fylgihlutir og áhöld fyrir þá sem prjóna, hekla og sauma í vél eða höndum.
Við höldum mest uppá garn úr náttúrulegum efnum eins og merínóull, alpaka, mohair, kasmír, bómull, silki og hör og alls konar blöndur úr því.
Til að prjóna úr þessu garni erum við með prjónhönnun á heimsmælikvarða.
Helstu vörumerkin okkar í garni eru: Lamana, Schoppel Wolle, Rowan, Kaos Yarn, Urth Yarns, De Rerum Natura, Brooklyn Tweed, Mohair by Canard, Pirkanmaa, Noro, LITLG og Nordic Yarn. Storkurinn lætur framleiða fyrir sig Volare merínóullargarn í þremur grófleikum og Nuvola sem er silki/mohair.
Við seljum einnig garn og pakkningar frá íslenskum framleiðendum; Gilhagi, Hélene Magnússon, Einrúm, Hespa, Forystufé, Dóruband og handlitað garn frá MAL.
Vörumerki í útsaumi eru Ehrman, Kiriki, DMC o.fl.
Prjónarnir okkar eru frá Addi, Clover og Knit Pro og heklunálarnar frá Clover. Við erum einnig með alls kyns fylgihluti frá Clover og Coco Knits o.fl.
Frá september til maí erum við með prjónakaffi annan fimmtudag í mánuði kl. 18-21 og síðasta laugardag kl. 15-18. Allir velkomnir!
Námskeið í prjóni og hekli eru haldin reglulega og nánari upplýsingar um þau er að finna hér: www.storkurinn.is.
Við leggjum áherslu á góða þjónustu og aðstoðum viðskiptavini við að leysa prjónavandamálin sem upp koma.