2.495kr.

  • Grófleiki:  Léttband / DK / Double Knitting
  • Innihald:  70% extra fín merínóull, 30% kasmír
  • Lengd/þyngd:  120m/25g
  • Prjónar:  3,5-4,5 mm
  • Prjónfesta:  22 lykkjur og 34 umferðir = 10 x 10cm
  • Þvottur:  Ullarvagga 30°C
Vöruflokkar: , , ,

COMO Cashmere frá Lamana er nýtt og enn mýkra afbrigði af hinu vinsæla COMO garni. Það er gert úr 70% ofurfínni merino ull og 30% kasmír. Þetta þriggja þráða SUPERLIGHT DK garn hefur 120 metra á 25g hnotu, sem er meira en margt sambærilegt garn í 50g hnotu. Peysur úr COMO Cashmere verða því fisléttar og áferðin er örlítið loðin, alveg eins og með upprunalega COMO.

Léttleiki COMO Cashmere er einstakur og næst með nýstárlegri framleiðsluaðferð sem styður enn frekar við hitastjórnandi og andandi eiginleika merino ullarinnar. Blandan af þessari fínu merino ull og kasmír gerir garnið einstaklega mjúkt og gefur því sérstaklega glæsilegt, silkimatt yfirborð. Þetta garn hentar vel í peysur, húfur, sjöl og trefla. Uppáhaldspeysur barnanna eru úr COMO Cashmere því þeim líður vel í svona léttum og mjúkum flíkum.

Merino ullin í COMO Cashmere er fengin frá völdum ástralskum bændum sem ekki stunda mulesing og er spunnið og litað á Ítalíu af fjölskyldufyrirtæki með langa hefð. Merino ullin er vottuð með tilliti til dýravelferðar, sjálfbærni og félagslegrar ábyrgðar og er lituð samkvæmt OEKO-TEX® STANDARD 100 fyrir barnavörur.

Þessir eiginleikar gera COMO Cashmere sérstaklega fjölhæft. Mýktin og þvottur í þvottavél gera það mjög hentugt fyrir barnaföt, fylgihluti og allt sem á að vera knúskamjúkt. Fair Isle prjón kemur sérstaklega vel út og stærri prjónaverk njóta góðs af litla þyngdinni, halda vel löguninni vegna teygjanleikans í samsettningu við léttleika garnsins.

COMO Cashmere er frábært að prjóna einfalt, en hentar einnig fyrir samsetningar með öðrum garntegundum frá LAMANA. Fyrir meiri burð og enn meiri mýkt er hægt að prjóna COMO Cashmere með PREMIA silki móhár.

Umhirða: COMO Cashmere má þvo í þvottavélinni með ullarprógrammi við 30°. Ullið blómstrar þá aftur og verður áberandi mýkri, loftmeiri og prjónamynstrið enn þéttara. Við mælum með notkun á hlutlausu, mildu ullarþvottaefni án ensíma og mýkingarefna, í mjög litlum skömmtum. Þurrkaðu síðan prjónaða stykkið varlega liggjandi flatt og forðastu beint sólarljós.