8.000kr.
Eitt skipti – laugardagur
18. janúar kl. 9:30-12
Ósýnileg fit er frábær aðferð hvort sem peysa er prjónuð ofan frá eða neðan frá. Einnig hægt að nota á húfur, vettlinga og hvað sem er þar sem óskað er eftir fit sem sést ekki og er teygjanleg.
Það eru til mismunandi aðferðir til að byrja, en á þessu örnámskeiði verða kenndar tvær sem eru þægilegri en margar aðrar og auðvelt að tileinka sér. Hægt er að velja um að hafa fitina flata eða með holrými (e. Tubular Cast On).
Á námskeiðinu eru gerðar prufur í flatprjóni.
Hafa meðferðis eða kaupa á staðnum:
Hringprjóna 3,5-4 mm 80 cm.
Einn sokkaprjón eða hringprjón í 5-6 mm grófleika.
Heklunál 4-4,5 mm.
Garn í prufuprjónið er innifalið!
Kennari: Guðrún Hannele
Húfan á myndinni heitir Biggie og er frá Brooklyn Tweed. Það sést vel hvernig brúnin er þegar fitjað er upp með ósýnilegri fit.
Er á lager