4.895kr.

Athugið að þessi poki er nógu stór fyrir peysur!

Lýsing: Eco Wash Bag er stór (40 cm í þvermál) þvottapoki eða netpoki skapaður af sérfræðingunum hjá Soak Wash, svo að dýrmætu flíkurnar ykkar haldist heilar í þvottavélinni. Hannað fyrir nærfanað, sundfatnað, íþróttafatnað, trefla, íþróttahaldara, undbarnasokka, peysur og annað prjónað  og skreyttar flíkur.

Framleitt úr 100% RPET, endurunnum plastflöskum. Hver Eco Wash poki nýtir 8+ plastflöskur sem annars hefðu getað endað í landfyllingu eða í hafinu.

  • Fyrir þvottavélar og þurrkara.
  • Vandaðir rennilásar sem eru í stíl við hvern ilm af Soak þvottalegi.
  • Rennilásarnir eru varðir þannig að þeir snerta ekki flíkina sem er þvegin.
  • Hanki svo að auðvelt er að geyma pokann þegar hann er ekki í notkun.
  • Gæða framleiðsla með skyrtusaumum (saumfarið sést ekki).
  • Frá til að geyma nærfatnað epa annað í á ferðalögum.
  • Einnig hægt að nota sem prjónaverkefnapoka.

Notkun: Settu uppáhalds viðkvæmu flíkurnar þínar í pokann. Lokaðu honum með rennilásnum og settu rennilásasleðann undir. Þvoðu í köldu/volgu vatni á kerfi fyrir viðkvæman þvott eða ullarkerfi. Leggið allt prjónað og nærfatnað flatt til þerris. Það er hægt að nota pokana í alls konar þvottavélar og í þurrkara.

Vöruflokkar: ,