3.225kr.

  • Grófleiki:  Léttband / DK
  • Innihald37% alpaka, 37% ull, 13% polyamide, 9% bómull, 4% polyester
  • Lengd/þyngd:  215m/50g
  • Prjónar:  4 mm
  • Prjónfesta:  21 lykkjur og 29 umferðir = 10 x 10 cm
  • Þvottur:  Handþvottur  30°C

Fine Tweed Haze frá Rowan er fíngerðari útgáfan af Tweed Haze garninu. Garnið hefur sérstaka áferð, örlítið loðið, fislétt með mikla fyllingu. Tilvalið í stórar og notalegar peysur á bæði kynin. Það er hægt að prjóna með einföldu garni eða nota það sem fylgiþráð með öðru garni ef áhugi er á grófari/þykkari peysum.

Sunna peysan frá Helgu Thoroddsen er sérstaklega hönnuð fyrir þetta garn. Sýnishorn til í Storkinum.