1.395kr.
- Grófleiki: Smáband / sport
- Innihald: 70% merínóull/ 30% endurunnin bómull þar af 2% aðrir endurunnir þræðir
- Lengd/þyngd: 185m/50g
- Prjónar: 2,5 – 3,5 mm
- Prjónfesta: 22-26 L og 34-40 umferðir = 10 x 10 cm
- Handþvottur
Vistvæn merínóull og endurunnin bómull, spunnin og lituð í Frakklandi með náttúrulegum litum.
UPPRUNI OG FRAMLEIÐSLA
Candide garnið er framleitt úr ull af Arles merínófé sem er ræktað í Provence í Frakklandi þar sem áhersla er lögð á lífræna ræktun. Bómullin í garninu er endurunnin á staðnum í spunaverksmiðjunni. Þar er notuð sérstök tækni sem gerir þeim mögulegt að halda lengdinni á þráðunum í endurvinnslunni.
Til að búa til þessa mildu litapallettu, er hluti af ullinni lituð með náttúrulegum litum (indigo, chestnut, reseda, madder og cochineal) sem eru valin vegna litatóna og styrks. Lituð ullin sem er óbleikt, er síðan blandað til að búa til litapallettuna.
Litrófið í garninu inniheldur tvo liti sem eru ólitaðir: „sucre glace“ liturinn og „nougat“ liturinn eru fengnir með því að blanda saman 60% af óbleiktri Arles merínóull, 10% svartri French merínó ull og 30% endurunninni bómull.
Garnið er litað og spunnið í Frakklandi í Tarn héraði af fyrirtækjum með „living heritage company“ stimpilinn.
Ef þið viljið vita meira um vinnslu garnins og litunina, þá er grein hér á síðu De Rerum Natura: Article about Candide on our blog.
Á PRJÓNUNUM
Candide er létt og drjúgt garn með 185 m og 50 g í hnotunni og er hefðbundið tvinnað band.
Bómullin gerir garnið mýkra, gefur því aðra tilfinningu, gefur ullinni aðeins meiri þéttleika. Bómullartrefjarnar gefa garninu sérstakan karakter og yrjótta áferð, mismunandi eftir litum. Eins og allt garn sem er spunnið eins og loðband þá blómstrar það í þvotti, verður mýkra og gljúpara.
Það nýtur sín sérstaklega vel í alls konar útprjóni, en í sléttprjóni og gataprjóni hefur það líka fallega, afslappaða áferð. Candide er hægt að nota í uppskriftir fyrir fínband (fingering/4-ply) eða smáband (sport).
Þetta er upplagt garn fyrir peysur á ungbörn, fínar dömupeysur, vor-, sumar- og haustpeysur, sjöl og margt annað. Peysurnar verða léttar og ullar/bómullarblandan gefur þeim einstakt útlit.
Garnmagn til viðmiðunar:
– ungbarnapeysa (nýburi til 2 ára): 2 til 4 hnotur
– barnapeysa með síðum ermum (2 til 12 ára): 4 til 7 hnotur
– fullorðins, síðaerma peysa í stærð 3: 10 til 12 hnotur eftir hreyfivídd
– sjal 150 x 120 cm : 6 til 8 hnotur
UMHIRÐA
Náttúrulegir litir eru meira „lifandi“ og viðkvæmari en kemískir litir. Þessir litir eru líklegri til að breytast með tímanum, verða gjarnan mýkri. De Rerum Natura valdi þau náttúrulegu litarefni sem hafa lengsta endingu og styrk, en mæla sam með því að flíkur séu ekki látnar látnar liggja í sólarljósi í lengri tíma. Góð regla að geyma prjónaða flík þar sem dagsbirtu nýtur ekki við (inni í skáp eða ofan í skúffu).
Liturinn „grand bleu“ (big blue), sem er með meira magn af indígó, getur látið örlítinn lit þegar prjónað er úr honum. Indídó er náttúrulegt efni og ekki varasamt, og hafa jafnvel bakteríu fráhrindandi eiginleika (anti-bacterial). Aukaliturinn fer auðveldlega úr við þvott með smá þvottalegi.
Þessa garn er ekki superwash. Það er ráðlagt að handþvo flíkurnar í ylvolgu vatni með mildum þvottalegi fyrir ull (t.d. SOAK). Leggja flíkina flata til þerris fjarri sólarljósi og varast að nudda eða strekkja. Ef þið viljið kanna ullarþvottakerfið í þvottavélinni ykkar þá mælum við með að þvo fyrst prufu úr garninu.
PRJÓNFESTA
26 L x 40 umf, 2,5 mm prjónar
24 L x 38 umf, 3 mm prjónar
22 L x 34 umf, 3,5 mm prjónar
Hver hnota vegur á milli 47,5 g til 52,5 g en er 185 m.
Til gamans:
Candide er nafnið á hetju úr heimspekilega sögu eftir Voltaire: „Candide ou l’optimisme“ sem býður okkur að rækta garðinn okkar og finna hamingjuna í hinum ófullkomna heimi
-
Einrúm – E-BAND
1.795kr. -
Noro SILK GARDEN SOCK SOLO
3.995kr. -
Schoppel Wolle – EDITION 3
1.795kr. -
De Rerum Natura – GILLIATT
2.995kr.