895kr.

Debbie Bliss er einn þekktasti prjónhönnuður Bretlands. Hér er uppskrift af krakkapeysu í mörgum stærðum. Garnið á myndinni er randalitað þannig að kaðallinn sést ekki vel en kæmi betur út í einlitu garni. Kaðallinn á ermunum nær alveg upp að hálsmáli.

Peysan er prjónuð í stykkjum, fram og til baka og saumuð saman en reyndir prjónarar geta auðveldlega breytt því í hringprjón.

Þessi uppskrift er seld útprentuð á góðan pappír og er á ENSKU.

Ath. ef þú ert eingöngu að kaupa eina útprentaða uppskrift og vilt fá hana senda veldu þá sækja í verslun og við sendum uppskriftina sem bréfapóst frítt.

 

Aðeins 2 eftir á lager

Hönnuður Debbie Bliss

Stærð 3-4 (5-6) 7-8 (9-10) 11-12 ára

Garn

5 (6) 7 (8) 9 x 50g af Rialto DK Prints frá Debbie Bliss (50g/105m) eða sambærilegt garn (t.d. Volare DK).

Prjónfesta

22 L & 30 umf = 10 cm í sléttprjóni á 4 mm prjóna.

Prjónar

Hringprjónn 60-80 cm í þeim grófleika sem þarf til að ná prjónfestunni.
Ráðlögð prjónastærð: 3,25, 3,75 og 4 mm.

Kaðlaprjónn