2.695kr.

 

Handgert jólaskraut, einfalt að gera jafnvel fyrir byrjendur! Búið að gera götin og eina sem þarf er að sauma í þau.  Nálin er oddlaus og því örugg, líka fyrir börnin. Jólaskrautið er gert úr pressuðum kraftpappír og líkist viði og lítur út eins og nýbökuð piparkaka.  Þegar búið er að sauma er sjálflímandi bakið sett á til að fela fráganginn.

Innihald:

  • Laserskorið skrautið
  • Útsaumsgarn frá DMC; árórugarn
  • Jafanál nr. 18
  • Sjálflímandi bak
  • Góð vinnulýsing
  • Áprentaðar umbúðir; upplagt sem gjöf!

Til að klára verkið þarftu að auki:

  • Skæri

Uppselt

KIRIKI PRESS ÚTSAUMUR

Kiriki Press er lítið fyrirtæki frá Kanada sem leggur áherslu á útsaum fyrir byrjendur og lengra komna. Saumað er út í silkiþrykkt bómullarefni. Vinnulýsingarnar eru mjög góðar, útskýrðar í máli og myndum.

Útsaumssporin sem eru notuð eru fjölbreytt og hefðbundin, en efnið sem saumað er út í er það ekki. Markmiðið hjá Kiriki er að gera útsauminn skemmtilegri, aðgengilegri og þægilegri.

Mynstrin eru á mismunandi erfiðleikastigum, fyrir allt frá byrjendum til þeirra sem vilja meira krefjandi útsaum.

Hér er hægt að hlaða niður bók með verklýsingum á öllum útsaumssporunum frá KIRIKI.

Frá Kiriki kemur líka jólaskraut sem er einfalt að sauma.